SushiSamba og gjafaleikur.

 SushiSamba 

Ég
og Agla vinkona mín fórum út að borða á SushiSamba eitt kvöldið.
Staðurinn sérhæfir sig í matargerð frá Japan og Suður-Ameríku.
Þegar
að við komum inn á staðinn þá vorum við komnar til útlanda í huganum. 
Andrúmsloftið
á staðnum  er þannig og það kunnum við
vel að meta.
Við
byrjuðum á því að fá dásamlega drykki, chili Mojito og ástaraldins Mojito.
Við
fengum óvissuferð úr Samba eldhúsi og
Sushi eldhúsi.
 Gómsætir réttir byrjuðu að streyma á borðið
okkar, hver öðrum betri. Mjög ólíkir réttir en allir áttu þeir það sameiginlegt
að vera framandi, bragðmiklir og ferskir.
Framsetningin var mjög skemmtileg og það kunni ég vel að meta,
maður gat ekki annað en hlakkað til að smakka réttina.
Ég
er nokkuð viss um að ég hafi ekki smakkað betra sushi, Sake rúllan er með því betra sem ég hef smakkað. Lax, aspas, gúrka, sellerý og wasabi-jalepeno-guacamole saman í
eina rúllu. Þetta hljómar vel en smakkast enn betur. Ég og Agla sammældumst um
að þetta væri líklega eitt  besta sushi
sem við höfum smakkað.
Eftirrétturinn
setti punktinn yfir i-ið. Í þá mund sem við héldum að við gætum ómögulega borðað
meira af þessum kræsingum þá kom eftirrétturinn, himneski eftirrétturinn og
áður en við vissum af vorum við búnar með hann.
Algjör
nauðsyn að fá sér Nutellu súkkulaðikökuna
með salt-karamelluís og heslihnetupraline.
Þetta var dásamleg kvöldstund. Frábær matur, góð
þjónusta og heillandi staður.
Ég
er mjög ánægð að geta farið þangað með kærastanum mínum. Hann borðar t.d. ekki
sushi og þá hefur mér fundist erfitt að finna staði sem bjóða upp á bæði sushi
og kjöt en nú er staðurinn fundinn! Ég get fengið mér dásamlegt sushi og hann
gómsætt kjöt.
Ég
mæli svo sannarlega með því að þið prófið SushiSamba.
Mig
langar til þess að gefa heppnum lesanda gjafabréf fyrir tvo í fimm rétta
óvissuferð úr sushi-og sambaeldhúsi
Það
sem þú kæri lesandi þarft að gera til þess að eiga möguleika á því að næla þér
í gjafabréfið er að skrifa nafn og netfang fyrir neðan færsluna í
athugasemdakerfið og gefa 
blogginu like á Facebook.
Ef
þú hefur nú þegar gefið blogginu like á facebook þá er nóg að setja nafn og
netfang í athugasemdakerfið. 
 Ég dreg út
heppin vinningshafa þann 19.apríl svo þið hafið viku til þess að taka þátt.

Njótið vel. 

Fallega Aglan mín 
Himneskur eftirréttur.

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)