Sunnudagur til sælu.

 Helgin var ansi hugguleg. Ég og Haddi höfðum það sérdeilis gott á Hvolsvelli.
Í gærkvöldi bauð ég fjölskyldunni í mat. Það vantaði ansi marga en það var þó ansi huggulegt hjá okkur. Mér finnst sunnudagskvöld með fjölskyldunni ómissandi. Ég tengi lambalæri alltaf við sunnudaga en ég eldaði þó kjúkling í gær ásamt tilheyrandi meðlæti, svo borðuðum við rjómabollur í dessert með bestu lyst. Mikil ósköp eru þær dásamlegar, með glassúr, sultutaui og miklum rjóma. 
Gott að enda góða viku í góðum félagsskap.

Ég vona að þið hafið haft það gott á þessum góða bolludegi. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *