Skötupartí

Skötuveisla hjá ömmu og afa í kvöld. Nú eru jólin að koma! Ég fæ mér alltaf skötu, ég viðurkenni að ég fæ mér hana bara til þess að vera með. Hún er þó ágæt blessunin, kannski ekkert sú besta en alls ekki sú versta. Lyktin er líka svo dásamleg að ég vil helst ekki fara í sturtu.
Ég á eftir tvær gjafir. Ég byrjaði þó á gjafakaupum í sumar, ætlaði nú aldeilis að vera sniðug og vera búin með þetta fyrir jólin. En eins og gerist nú stundum þá bíður maður með eitthvað fram að síðustu stundu, en ég þykist vita að fleiri eru í sömu sporum og ég. Það eru allavega nógu margir niðri í bæ að klára kaupin :o)
Ég ætla að klára þessar gjafir og kíkja svo aðeins á kaupfélagið með góðu fólki yfir góðum kakóbolla eða rauðvínsglasi, kannski ég fái mér bæði. Hvur veit! 
Laufabrauðin yndislegu í fallega boxinu sem afi smíðaði. 

Maren og Daníel í stuði. 
Skatan komin á borðið og lyktin var unaðsleg.
Rósa Allans með tökin á hreinu eins og venjulega.

Amma mín og ég, lyktin var pínu óbærileg svona nálægt pottunum.
Fallegar mæðgur.
Sigurrós, Sesselja Laufey og amma Stína.

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *