Páskarnir mínir

Páskarnir voru mjög ljúfir hjá okkur, það var eingöngu slappað af og borðað. Það var gott að hafa fjölskylduna heima en þau búa í Noregi, það vantaði að vísu eldri systur mína hana Mareni og fjölskyldu hennar sem við söknuðum sárt. Páskarnir ganga einfaldlega út á það að njóta og vera með fólkinu sínu. Ég var endurnærð eftir þetta frí, að vísu var ég mjög spennt að hvíla súkkulaðið í bili enda borðaði ég á mig gat og meira til, það var ekki annað hægt þegar móðir mín töfrar fram veislumat á hverjum degi. Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur og ég vona að þið hafið átt góða páska.

Ljúffengar andabringur í appelsínusósu a’la mamma 
Súkkulaðimúsin sem slær alltaf í gegn 
Nautalund með piparostasósu og gómsætu meðlæti, uppskriftin birtist hér á blogginu mjög fljótlega

Á páskadag var hægeldaður lambahryggur, ég sá um eldamennskuna þennan dag og leyfði mömmu að slappa af á meðan.
Bestu vinkonur, Rósirnar tvær. 
Að sjálfsögðu var spjallað mikið við fólkið okkar í Noregi.
Eftir allan þennan mat var voða gott að hreyfa sig aðeins, ó já það er alveg nauðsynlegt.
Ingibjörg Rósa stækkar með hverjum deginum sem líður og nú er hún sífellt að koma með eitthvað nýtt. Nú getur hún klappað, vinkað og sýnt okkur hvað hún er stór. Að sjálfsögðu erum við svakalega montin og það er svo skemmtilegt að fylgjast með henni þroskast. 

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *