PÁSKABOMBA
7,5 dl hveiti
5 dl sykur
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
4 msk kakó
2 tsk vanilla
5 dl ab mjólk
2,5 dl ljós olía
3 egg
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 180°C.
- Blandið öllum hráefnum í skál og þeytið vel saman þar til deigið er silkimjúkt, það er gott ráð að skafa meðfram hliðum einu sinni til tvisvar.
- Skiptið deiginu í tvö smurð kökuform og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.
- Kælið áður en þið setjið krem á milli og þekjið kökuna.
Hvítt súkkulaðikrem
300 g smjör
600 g flórsykur
2 tsk vanilla
1 msk rjómi
150 g brætt hvítt súkkulaði
Matarlitur eftir smekk
Aðferð:
- Þeytið saman smjör og flórsykur þar til blandan verður létt í sér.
- Bætið vanillu, rjóma og bræddu hvítu súkkulaði saman við og þeytið áfram í 3- 4 mínútur eða þar til kremið er orðið silkimjúkt.
- Litið gjarnan smjörkremið að vild og þá sér í lagi í páskalitunum, það er þá gert á þessu stigi og kremið sett í sprautupoka og kakan skreytt með allskyns fallegum litum.
- Sprautið kreminu á milli botnanna, skerið niður gott súkkulaði til dæmis mars og setjið nokkra bita á milli, endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög.
- Þekjið kökuna með smjörkremi og skreytið gjarnan með fallegu páskaskrauti.
Þið getið séð hvernig ég skreytti kökuna á Instagram – Finnið mig undir evalaufeykjaran.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin fást í verslunum Hagkaups.