Lindor súkkulaðiís

Lindor súkkulaðiísinn

Fyrir 6 – 8

22  Lindor súkkulaðikúlur

1 msk rjómi

10 eggjarauður

10 msk sykur

400 ml rjómi

2 tsk vanilla (má vera duft, sykur eða dropar)

  1. Bræðið 10 kúlur og 1 msk af rjóma í potti, færið súkkulaðið af hitanum þegar það er bráðnað.
  2. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós.
  3. Þeytið rjóma og vanillusykur.
  4. Saxið niður 12 kúlur til viðbótar.
  5. Blandið öllum hráefnum varlega saman með sleikju og hellið í form, setjið ísinn í frysti í lágmark 3 – 4 klst.
  6. Berið ísinn gjarnan fram með heitri súkkulaðisósu og ferskum berjum.


Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *