Oreo bollakökur með hvítsúkkulaðikremi

Oreo bollakökur með hvítsúkkulaðikremi
20 – 24 bollakökur

  • 250 g smjör, við stofuhita 
  • 4 dl sykur 
  • 4 egg 
  • 4 – 5 dl mjólk (eða rjómi) 
  • 6 dl hveiti 
  • 2 – 3 tsk lyftiduft 
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk vanilla extract (eða vanillusykur)
  • 16 Oreo smákökur (1 pakki)

Aðferð: 

1. Hitið ofninn í 180°C.(blástur) 
2. Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og
einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. þrisvar sinnum. Bætið
hveitiblöndunni, matarsódanum vanillu og mjólkinni saman við og þeytið mjög
vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk.
4. Hakkið Oreo smákökurnar í blandara eða þá bara með handaflinu í mjög smáa bita. 
5.Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið í 15-18 mínútur. 

Kælið kökurnar mjög vel áður en að þið smyrjið á þær krem.

Hvítt súkkulaðikrem

  • 220 g smjör, við stofuhita
  • 4 dl flórsykur
  • 2 tsk vanillu extract eða vanillusykur
  • 140 g hvítt súkkulaði

Þeytið saman smjör og flórsykur í nokkrar mínútur, því lengur
sem þið hrærið kremið því betri áferð verður á því. Bræðið hvítt
súkkulaði í vatnsbaði og bætið við smjörkremið ásamt vanillu.
Blandið öllu vel saman þar til kremið verður orðið ansi létt, ef
þið ætlið að nota matarlit þá bætið honum við rétt í lokin.

Ég skreytti kökurnar með Oreo smákökum, einfaldlega vegna þess að ég fæ ekki nóg af þessum kökum. 
Ég mæli með að þið prófið kæru lesendur. 
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *