- 250 g smjör, við stofuhita
- 4 dl sykur
- 4 egg
- 4 – 5 dl mjólk (eða rjómi)
- 6 dl hveiti
- 2 – 3 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 2 tsk vanilla extract (eða vanillusykur)
- 16 Oreo smákökur (1 pakki)
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180°C.(blástur)
2. Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og
einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. þrisvar sinnum. Bætið
hveitiblöndunni, matarsódanum vanillu og mjólkinni saman við og þeytið mjög
vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk.
4. Hakkið Oreo smákökurnar í blandara eða þá bara með handaflinu í mjög smáa bita.
5.Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið í 15-18 mínútur.
Kælið kökurnar mjög vel áður en að þið smyrjið á þær krem.
Hvítt súkkulaðikrem
- 220 g smjör, við stofuhita
- 4 dl flórsykur
- 2 tsk vanillu extract eða vanillusykur
- 140 g hvítt súkkulaði
Þeytið saman smjör og flórsykur í nokkrar mínútur, því lengur
sem þið hrærið kremið því betri áferð verður á því. Bræðið hvítt
súkkulaði í vatnsbaði og bætið við smjörkremið ásamt vanillu.
Blandið öllu vel saman þar til kremið verður orðið ansi létt, ef
þið ætlið að nota matarlit þá bætið honum við rétt í lokin.