Ofnbakaður lax

 

Ofnbakaður lax 

1 laxaflak
3 msk ólífuolía 
1 msk smjör
Safi úr 1/2 sítrónu 
1/2 búnt af graslauk
Maldon salt og nýmalaður pipar eftir smekk
4 – 5 hvítlauksgeirar
6 – 8 kirsuberjatómatar
 Einfaldur og dásamlegur lax. Ég lét eitt laxaflak á álpappír, stráði Maldon salti og nýmöluðum pipar yfir flakið. Skar graslauk og hvítlauk niður, mjög smátt og dreifði yfir. Ákvað svo að skera fáeina kirsuberjatómata og setja með. Safi úr 1/2 sítrónu sáldrað yfir ásamt ólífuolíunni og smjörinu. Inn í ofn í 15 mínútur við 180°C. 
Meðlætið var ansi einfalt, skar niður sætar kartöflur og venjulegar kartöflur. Lét þær á álpappír, hellti smávegis af olíu yfir og stráði Maldon salti og pipar yfir þær sömuleiðis. Blandaði þessu vel saman og lét þær inn í ofn í 35 mín við 180°C.  

 Hvítlaukssósa

1 lítil dós sýrður rjómi
safi úr 1/2 lime
handfylli af graslauk
salt & pipar
2 – 3 hvítlauksgeirar
Skerið graslauk og hvítlauk mjög smátt. Blandið öllu saman í skál, mikilvægt að smakka sig til. Kannski viljið þið minni hvítlauk eða meiri hvítlauk. Þessi sósa er sérlega einföld og er svakalega góð. 

 Safaríki laxinn tilbúinn, sá var góður. 
 Einföld og svakalega bragðmikil máltíð. Mjög notalegt kvöld að baki með vinkonum mínum, alltaf gott að fá þær í mat og smá spjall. 

Algjör nauðsyn að gera svolítið vel við sig af og til. Eplagotterí í eftirrétt. 
2 – 3 stór græn epli
100 g smjör
100 g sykur
100 g hveiti
50 g haframjöl
kanill
1 msk púðursykur
Hnoðið saman hveiti, sykur og smjör. Skrælið eplin og skerið þau í litla bita. Setjið eplin í skál og stráið 1 tsk af kanil yfir þau, blandið því vel saman. Síðan er hveitiblandan mulin yfir allt saman. Bakið við 200 gráður í  30 mín eða þar til kakan er orðin ljósbrún. 
Það passar ansi vel að bera eplagotteríið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma. 
xxx
Eva Laufey Kjaran 

Endilega deildu með vinum :)

13 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *