Marsmánuður

Kaffið dásamlega gerir daginn alltaf betri.
Ég varð hálf fúl út í veðrið í gær, ég var búin að bjóða vorið velkomið og þá fór að snjóa.
Þetta veðurfar, þetta veðurfar.
En nú er Mars kominn og mikið sem ég er ánægð með það. Nú er ekki svo langt í sumarið ljúfa sem ég held að við séum farin að þrá. 
Og þó, ég held ég eigi nú eftir að sakna þess að bölva veðrinu í morgunsárið.

Ég vona að þið eigið ljúfan dag og ég vona líka að þetta sé síðasti snjódagurinn okkar.

Á næstu dögum ætla ég að vera með smá leik hér á blogginu svo endilega fylgist með.
xxx
Eva Laufey Kjaran sem þráir sól

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *