Mánudagsmorgun

Það er dimmt úti, rigning og mikill vindur. Hér sit ég við skrifborðið í náttklæðunum ennþá, með gott kaffi og kertaljós. Á svona augnablikum verður maður aðeins að staldra við, hversu kósí.
Ég er endurnærð eftir sérlega góða helgi og nú hefst lærdómur fyrir prófin.
Vonandi eigið þið góðan dag kæru lesendur.

xxx

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

 • Hæhæ
  ég er alveg ókunnug.. en datt inná bloggið þitt 🙂 Verð að viðurkenna það að ég er búin að eyða vandræðalega miklum tíma hér inni síðasta sólahringinn..get einfaldlega ekki hætt að lesa og fá yndislegar hugmyndir um mat og bakstur.
  Takk! Þú ert svo jákvæð og fallegur penni.. Lætur mig langa í kaffi! hahah
  ég prófaði Sataykjúklingasalatið þitt í kvöld og mikið var það gott 🙂

  Ég er með eina spurningu varðandi engifer og sítrónuvatnið.. hvernig gerir þetta? hefuru börkinn á sítrónunni þegar þú síður hana í vatninu? og hvernig meðhöndlaru engiferinn?
  Hefuru gummsið svo með þegar þú setur þetta inní ísskáp?

  Ég mun án efa vera fastagestur hér inni 🙂
  takk fyrir að deila þessu með okkur
  Heiða

 • Sæl Heiða og takk fyrir að skoða bloggið 🙂 Sataysalatið er náttúrlega draumur í dós svo það er gott að þér líkaði vel við.

  Heyrðu ég sker sítrónuna mjög gróflega, hef börkinn með og kreisti hana vel til að byrja með en set hana í bitum út í vatnið. Ég sker bita af ferskri engiferót og afhýði. Síðan læt ég þetta sjóða í nokkrar mínútur, sigta gummsið frá og læt í flöskur. Agalega gott 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *