Kornbrauð

Ég sá svo girnilega uppskrift af brauði um daginn og ákvað að prufa að laga mína útgáfu, henti út hvítu hveiti og bætti inn frekar mikið af kornum. Brauðið var sérlega gott og sérstaklega þegar að það var nýkomið út úr ofninum, fátt betra í morgunsárið en nýbakað brauð. Mjög einföld uppskrift, þið getið notað þau korn sem að ykkur þykir best og um að gera að prufa sig áfram. 

Kornbrauð

170 gr. Grófmalað spelt
80 gr. Haframjöl
1 1/2  dl. Létt ab mjólk
2 dl. Mjólk
1 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
2 msk. Sólblómafræ
2 msk. Sesamfræ
2 msk. Graskersfræ
1 msk. Mjólk til að pensla með
2 – 3 msk. Blönduð fræ til að strá yfir brauðið. 
Setjið þurrefni saman í skál og blandið þeim vel saman. Hellið ab-mjólk og venjulegri mjólk út í og hrærið þar til deigið verður orðið samfellt. Mótið eitt brauð úr deiginu. Setjið bökunarpappír á ofnplötu (Ég átti ekki bökunarpappír og því varð smá vesen að taka brauðið af plötunni eftir baksturinn). Setjið brauðið á ofnplötuna, penslið mjólk yfir brauðið og stráið blönduðum fræjum ofan á. 
Inn í ofn við 200°C í 25 mín. 

Gott að hefja daginn á því að fá sér nýbakað brauð með allskyns áleggi.

Ég vona að þið hafið það gott í dag. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

  • Þvílíkt girnilega hjá þér eins og allt annað Eva ! Mig langaði að spyrja þig, ef ég geri brauðbollur úr þessu, hvað helduru að það séu ca margar bollur?

    Kveðja,
    Mardís Heimisdóttir

  • Það er líka sniðugt þegar þú ert með gerlaust brauð að setja það í form. Svona eins og jólakökuform því gerlaustbrauð lyftir sér minna en gerbrauð og er oft blautara og þá þéttir það brauðið að setja það í form 🙂 Rosa girnó hjá þér Eva 🙂
    Kv
    Hrund frænka og matarnörd

  • Hæhæ, langaði að forvitnast. Er þetta vatn á mynd nr 5 sem þú ert að blanda ofan í?

    Bestu kveðjur, Helena

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *