Hollt túnfisksalat

 Hollt og gott túnfisksalat

Þetta salat er verulega einfalt að búa til, ég er ótrúlega mikið fyrir salöt ofan á hrökkbrauð eða brauð. En það gerir víst lítið fyrir línurnar að borða eintóm mæjónes salöt svo það er gott að breyta til frá hinu týpíska túnfisksalati í hollari salat. Að mínu mati er hollari kosturinn betri og bragðmeiri. 
Hér kemur einföld uppskrift, ef uppskrift má kalla, ég dassaði mig til og notaði það sem ég átti inn í ísskáp. Þannig aðal galdurinn er að smakka sig áfram. En í þetta salat hjá mér fór eftirfarandi;

Avókadó
Íslenskt salat
Túnfiskur í vatni
Paprika
Chilli 
Rauðlaukur
Agúrka
Salt og hvítlaukssalt
Nokkrir dropar af sítrónusafa
Ég skar grænmetið mjög smátt, blandaði túnfisknum saman við, kreisti smá sítrónusafa yfir og kryddaði til. Var svo heppin að eiga silkimjúkt avókadó og blandaði því saman við salatið, notaði hendurnar til þess að blanda þessu vel saman, avókadóið gerði þetta ansi djúsí og gott
Gott er að setja smá kotasælu með. 

Verulega gott.
Mæli með að þið prufið
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *