Helgin

Mánudagur til mæðu – hvað er það við mánudaga sem að gera þá svolítið leiðinlega??.

En ný vika – nóg að gera. Prófin að hefjast í næsta mánuði – þannig nú er það lestur, lestur, lestur. Er búin að fá mér indælis kaffi og kveikja á nokkrum vanillu kertum. Þannig ég er meira en tilbúin fyrir lestrarplan dagsins. 🙂
Helgin var ansi ljúf. Á föstudaginn þá fór ég með mínum manni á árshátíð HR. Við gistum á Grand Hótel og var það ósköp fínt.

Stöðin til að spasla upp á sig. Haddi er með þrjá hluti – en ég trilljón. Það væri nú ekki amarlegt að henda sér í jakkafötin og jella á sér hárið og skunda síðan út 🙂 Nei okay, það væri leiðinlegt. Ég hef gaman að dúlleríi….

En svo fór helgin í leti og kósíheit – enda ekki annað hægt þegar að veðrið er ekki upp á marga fiska. Ég heimta vorið.

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *