Good morning!

Mánudagur. Ný vika, spennandi vika!
Ég vaknaði eftir snooze stríð og sá að sólin skein, hamingja. Ég útbjó mér góðan morgunmat, drakk gott kaffi og fór í gegnum fréttasíður. Mér finnst agalega huggulegt á byrja daginn nákvæmlega svona.
Ég bakaði brauð í morgun, stútfullt af kornum. Uppskrift kemur inn á bloggið í vikunni. Það tók mig líklega styttri tíma að baka brauðið en að fara út í búð og kaupa brauð.
Dagurinn í dag fer í lærdóm, útihlaup og bakstur í kvöld. Ég er mjög spennt fyrir bakstrinum því ég ætla að prufa nýja rétti. Þið fáið auðvitað uppskrift af þeim réttum þegar þar að kemur.
 

           Létt ab mjólk með agave, hörfræjum, ástaraldin og jarðaberjum.                     Nýbakað brauð  smá smjöri, eggjum, papriku og pipar.

Ég vona að þið hafið það gott í dag.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *