Góðir vinir í Kaupmannahöfn

Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og ég gerði í þessari helgarferð með bestu vinum mínum. Almáttugur hvað ég á skemmtilega vini, við nutum þess svo sannarlega að vera saman  í Kaupmannahöfn. Það var svolítið tómlegt að vakna ekki með þeim í morgun en það var líka gott að vakna hjá Hadda mínum. Ríkidæmið  að eiga svona góða vini og það sem ég hlakka til  að hitta þau sem fyrst og rifja upp skemmtilegar minningar úr ferðinni góðu. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af lokadeginum í Köben. 
Agla og Fríða í bröns. 
Gleraugnagengið. 
Dásamlegur bröns, það má segja að við séum búin að borða fyrir árið. 
Fórum í siglingu eins og góðum túristum sæmir. 

Hafmeyjan. 

Úps. 
Og já það var fengið sér eina vöfflu, enda vorum við nú lítið að telja kaloríur í ferðinni. haha.
Mjög sáttar vinkonur að borða vöfflur í Nyhavn. 
Þessi ferð var dásamleg og ég er svo heppin að eiga svona góða og skemmtilega vini. Kaupmannahöfn er líka einstaklega skemmtileg borg, okkur Hadda langar mikið að fara þangað í sumar og vonandi förum við. Virkilega hugguleg borg!
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *