Gjafaleikur – Restaurant Reykjavík

Ég held að það sé fátt huggulegra en að klæða sig upp og fara fínt út að borða með góðu fólki. 
Að gera sér almennilegan dagamun og njóta. 
Restaurant Reykjavík er glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. 
Húsið var byggt árið 1863 svo það má með sanni segja að þetta sé veitingastaður með sál. 
Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á glæsilega matseðlinum. Hvort sem það er í hádeginu eða að kvöldi til. Ég er handviss um að við eigum nokkra sumardaga eftir og þá er nú huggulegt að sitja úti á pallinum og snæða ljúffenga máltíð með góðu fólki. 
Þið lesendur góðir eigið möguleika á að næla ykkur í gjafabréf að andvirði 15.000 kr. á veitingastaðnum Restaurant Reykjavík. 
Það sem þið þurfið að gera til þess að eiga möguleika á því að næla í gjafabréfið er að skrifa nafn og netfang fyrir neðan færsluna í athugasemdakerfið og gefa blogginu „like“ á facebook. Ef þið hafið nú þegar gefið blogginu „like“ þá er nóg að setja nafn og netfang í athugasemdakerfið. 
Ég dreg vinningshafann út þann 23. Ágúst
Ég hvet ykkur til þess að taka þátt, gjafabréfið er svo sannarlega málið fyrir þá sem vilja hafa það huggulegt á góðum stað í hjarta borgarinnar. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)