Fyllt speltrúnstykki

  • 500 gr. Fínmalað spelt
  • 500 gr. Grófmalað spelt
  • 5,5 dl volgt vatn
  • 50 g Ger (ýmist ferskt eða þurrt)
  • 1tsk. salt
  • 100 g Feta ostur. (ég notaði ca. heila krukku af fetaost í saltlegi)
  • 2 msk. Ólífu olía
  • Handfylli af ferskum graslauk


Allt sett saman í skál, passið að vatnið sé volgt.
Hræt saman þar til þetta er orðið að fínu deigi.


Deigið látið hefast í um það bil 30.mín (ráð frá mömmu að setja skálina ofan í ágætlega heitt vatn, hjálpar til við hefinguna)

Svona leit þetta út eftir hefun og hnoðun í smá stund (ekki rétt orðalag, ég veit 🙂

Svo er deiginu rúllað út og ég skipti því í tvo hluta.

Fylling.

  • 200 gr. Philadelfia ostur. (ég notaði með hvítlauk og kryddblöndu)
  • 100 gr. ostur
  • 100 gr. skinka (ég notaði kalkúna, en hægt er að nota hvaða skinku sem er)
  • 100 gr. Brokkolí

P.osturinn er smurður vel á


Smurostur, skinka, brokkolí og mozzarella ostur.


Deiginu rúllað upp í eina góða lengju sem síðan er skipt í ca. 12 bita eða fleiri, fer bara eftir því hvað þið viljið hafa bitana stóra.


Inn í ofn við 220° í ca. 15 mín

Salsa-ið mitt.

2 tómatar
1/2 kúrbítur
1. Avókadó
Smá hvítlaukur
Fersk basilika
Ferskur graslaukur
…smá ólífu olía og dass af salt og pipar.


Fyllt rúnstykki með góðu salati er ansi góður lunch.

Eftir lunch er nauðsyn að fá sér gott kaffi og einn góðan mola!

Njótið vel 😉

Endilega deildu með vinum :)

9 comments

  • Fríða, þetta var refsing fyrir það að mér var ekki boðið í bústað góða 🙂

    .. Og Íris, gráttu ei meir. Bollur verða brakandi ferskar fyrir þig í bráð:*

  • Sæl Eva Laufey,

    ég var að baka þessa bollur áðan og þvílík dásemd! Takk fyrir skemmtilega síðu og fallegar myndir og í guðanna bænum ekki hætta að nota sykur, rjóma og "venjulegt" hráefni – maður þorir varla út í búð lengur, það á allt að vera svo hollt!

  • Gaman að heyra. Ónei, ég er sko aldeilis ekki hætt að nota sykur osfv. En það þarf að vera ákveðið jafnvægi, hollt og óhollt. 🙂 "Venjulega" hráefnið er spari.

  • Var að enda við að baka þessi dásamlegu rúnstykki og þau runnu ljúft niður sem hluti af kvöldverðinum. Uppskriftirnar þínar eru mjög góðar, gefa allar upplýsingar með hjálp frá lýsandi og fallegum myndum. Takk fyrir mig!

Leave a Reply to Fríða - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *