Föstudagskokteillinn

Gleðilegan föstudag kæru lesendur. Veðrið er búið að vera dásamlegt í dag og það verður allt betra þegar sólin skín. Ég fékk mér ljúffengan föstudagskokteil áðan, ávextir í kokteilaglasi með smá piparmyntusúkkulaði. 

Fyrst við erum að tala um ávexti og súkkulaði þá er ég alveg í sólgin í súkkulaðihjúpuð jarðarber, það er fátt betra. Mæli með að þið gæðið ykkur á góðum ávöxtum með súkkulaði um helgina.
Dökkt súkkulaði, hvítt súkkulaði og jarðarber. Ljúffengt konfekt. 
Ég vona að þið eigið góða helgi framundan. Ég vona að veðrið haldi áfram að vera svona fínt og svo er auðvitað bolludagurinn á mánudaginn (já ég er mjög spennt) og ég ætla að baka bollur og borða þær með miklum rjóma um helgina. 
Njótið helgarinnar. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *