Fatlafól

Ég vaknaði í morgun. Klukkan var að ganga sjö, vakti Hadda og brosti vegna þess að gat lúrað örlítið lengur þar sem ég átti ekki að byrja í tíma fyrr en um hádegi. Well ó well, fór svo loksins frammúr eftir baráttu við snoozið – merkilegt hvað það  getur verið gott að sofa! og fékk mér morgunkaffið og dreif mig í sturtu.. ég er brussa og snéri mér voðalega vitlaust, þar til  hálsinn festist. Svei ó svei, verkurinn eftir því. Ég á svo góða vinkonu hana Öglu sem fór með mig til læknis og sá um að hjúkra fatlafólinu sínu fram eftir degi. Þannig ég komst ekki í skólann og er búin að vera á einni hlið í dag, stundum að vera brussa. 

Smoothie og tortilla – Agla Sigríður er ekki lengi að galdra fram veitingar. Hún er svo góð hjúkka.
Svo skoðuðum við matartímarit og horfðum á matreiðsluþætti, plönuðum nokkur matarboð í huganum og borðuðum mat. Þá sjaldan! Gleymdi verkjunum næstum því á meðan, en það var þó ekki hægt vegna þess að ég vorkenni mér mikið.  En alltaf gott að eiga yndislega vini og mann – fyndinn dagur 🙂

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • heheh þið eruð dúllur! vonandi ertu að hressast mín kæra 😉 misstuð af geggjuðum tíma áðan (þó ég segi sjálf frá) 😀 Ég bíð svo spennt eftir boði í eitt af þessum ímynduðu matarboðum 😉 😉

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *