Archives

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

SÚPERSKÁL MEÐ ÞORSKI

Mexíkósk súperskál Fyrir 2 Hráefni: 600 g þorskur, roð-og beinlaus 1 msk paprikukrydd salt og pipar 1 msk ólífuolía 2 tsk smjör 1 msk sweet chili sósa 200 g hýðishrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Hitið ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin mjög heit, steikið fiskinn í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið fiskinn með smávegis af sweet chili sósu í lokin og bætið einnig smá smjöri út á pönnuna. Berið fiskinn fram með hýðishrísgrjónum, fersku salati, lárperu og bragðmikilli sósu. Grænmeti:  4 regnbogagulrætur 1 límóna 2 tómatar 1/2 rauðlaukur 1 stilkur vorlaukur 1 lárpera salt Aðferð: Rífið gulrætur niður með rifjárni, kryddið með salti og kreistið smávegis…

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu *Fyrir fjóra  800 g fiskur til dæmis þorskur eða ýsa 5 dl hveiti salt og pipar 1 msk karrí 1 msk sinnepsduft 2 msk  fersk smátt söxuð steinselja salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 3 egg ólífuolía til steikingar + smá smjör Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita. Blandið saman í skál hveitinu og kryddum. Pískið þrjú egg saman í skál. Hitið ólífuolíu á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitiblöndunni og síðan upp úr eggjablöndunni.  Steikið fiskinn á pönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið, setjið síðan fiskinn í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 10 – 12 mínútur. Það er ágætt að setja smá smjörklípu ofan á fiskinn áður en hann fer inn í…

Ofnbakaðir þorskhnakkar í paprikusósu

  Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég eldaði þennan góða rétt í vikunni, ég tók bara það sem ég átti til inn í ísskáp og útkoman var mjög góð. Svo góð að ég borðaði yfir mig og gott betur en það. Mæli með þið prófið fiskréttinn og ég vona að þið njótið vel.     Ofnbakaðir þorskhnakkar með paprikuosti 1 msk ólífuolía eða smjör 1 laukur, smátt saxaður 4 gulrætur, smátt skornar 1 rauð paprika, smátt skorin 1/2 blómkálshöfuð, smátt skorið 1/2…