Bókin, lautarferð og flugið.

 Elsku vinir, ég vona að þið afsakið bloggleysið hjá mér undanfarna daga. Ég er á fullu að leggja lokahönd á bókina mína, semsé allt skriflegt efni. Ég skila því af mér á næstu dögum. Maginn á mér er yfirfullur af fiðrildum, aðallega góðum þó svo að smá stress poppi upp af og til. Þetta er spennandi og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. 
Maturinn hér að ofan er hins vegar fyrir Gestgjafann, ég er að setja saman ljúffenga lautarferð. Ég er búin að vera mjög spennt fyrir þessu verkefni og ég hlakka til að fara með vinum mínum í lautarferð í sumar. Maður gerir alltof lítið af því! Ég er að leggja lokahönd á textann, maturinn er klár og því fer ég bráðlega suður með þessa veislu í myndatöku. Ég kem auðvitað til með að setja inn myndir á Instagram svo endilega fylgist með þar. Finnið mig undir evalaufeykjaran.

Á morgun byrjar  upprifjunarnámskeiðin í fluginu og eftir viku verð ég á leiðinni til Seattle. Það má með sanni segja að næstu dagar verða fjörugir og nóg að gera, sem er bara rosa gott. En nú ætla ég að drekka fimmta kaffibollan minn í morgun og klára þennan texta svo ég geti drifið mig suður. 
Við heyrumst fljótlega elsku vinir og ég vona að þið eigið ljúfan sunnudag. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *