Túnfisksalat

Mér finnst ósköp gott að hafa salöt ofan á brauð, hrökkbrauð eða bara eitt og sér. En ég er ekkert ótrúlega spennt fyrir majónes-sulli.

Þannig ég útbý mér oft ferskt túnfisksalat.

Klettasalat/spínat (þau salatblöð sem þið eigið hverju sinni), ferska basiliku, tómat, rauðlauk, agúrku, eina dós af túnfisk í vatni og svo dass af fræjum sem ég á hverju sinni. (voða gott að eiga poka af salatblöndufræjum)

Dressingin er ansi einföld, ólífuolía, ferskur hvítlaukur, sítrónusafi úr ferskri sítrónu og svo dass af salt og pipar .

Ljómandi gott á hrökkbrauðið með smá kotasælu!
Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *