Fimmkornabananaspeltbrauð Evu :)

Ég veit ég veit, ein önnur matar/baksturfærslan. Þið megið endilega láta mig vita ef ég er að mat-kæfa ykkur kæru lesendur. 
Í dag bakaði ég þetta ágæta bananabrauð, ansi indælt að hafa eitthvað í ofninum á meðan að maður les skólabækurnar. Virkilega huggulegt að taka sér kaffipásu og fá sér eitthvað gott með kaffinu. I love it. 
Nýbakað brauð með góðum osti og góðum kaffibolla? Dásemd. 
1 egg 
2-3 msk Agavesíróp (fer eftir smekk)
2 þroskaðir bananar 
250 g spelt ( 125 fínmalað spelt og 125 grófmalað spelt)
1/2 tsk matarsódi 
1 tsk salt
1 dl fimmkorna blanda
Þeytið eggið og bætið sírópínu saman við. Þeytið það vel saman, því næst stappið þið banana og bætið þeim saman við. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Síðast en ekki síst þá er 1 dl af fimmkorna blöndu bætt varlega saman við, sömuleiðis strái ég vel af kornum á toppinn.  
Setjið í form (ég nota alltaf bökunarpappír undir, það kemur í veg fyrir að brauðið festist í forminu) en auðvitað er hægt að smyrja formið vel áður líka. Bakið í 180°c en 160°c með blæstri í heitum ofni í 45 mín.

Líka skemmtilegt að gefa í gjöf. Nýbakað brauð í fallegri öskju, myndi nú slá í gegn í bröns-boði til að mynda. 🙂 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *