Í hverri viku þá reyni ég að skipuleggja eitt kvöld með manni mínum til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Brjóta aðeins upp hversdagsleikann.. Ég er þannig að ég verð að hlakka til einhvers, annars verð ég ómöguleg. Að setja upp á sig spari andlitið og gleyma lærdómnum í bili… Í…
Ég veit fátt betra en nýbakaðar smákökur og ískalda mjólk, gerir líka lesturinn á kvöldin þeim mun skemmtilegri. Hnetusmjör + möndlur + súkkulaðibitakökur. Ég á eftir að finna gott orð yfir þessa dásemd, þessar kökur voru ljúffengar og mæli ég hiklaust með því að þið prufið.. En hér kemur uppskriftin.. 165…
Helgin var draumur í dós. Fór í bústað ásamt vinum mínum og við höfðum það virkilega huggulegt. Ég er heppin að eiga svona yndislega vini 🙂 Spenntir vinir fyrir bröns. Hreinn unaður þessi bröns. Rúntur í sveitinni endaði í myndatökum. Fyrsta kríli bíóklúbbsins 20 vikna. Við erum mjög spennt. …
Matarboð með góðum vinum er eitt af því yndislegasta sem ég veit um. Í gærkvöldi bauð ég bestu vinum mínum í mat. Við hittumst sjaldan öll saman og þegar að það gerist þá er ansi gaman hjá okkur. Við höfum verið góðir vinir frá því að við vorum lítil, og…
Hundleiðinlegt veður úti, kalt, rigning og rok. Frá því að ég vaknaði þá hefur mig langað að skríða upp í sófa og það var það nákvæmlega sem ég gerði eftir að ég kom heim úr skólanum. Inn í sólstofu, að dúlla mér við að lesa matreiðslublöð við kertaljós. Ooog með…
Fiskibollur. Mér finnst þær ansi góðar, að vísu gerir enginn betri bollur en amma Stína .Mmm, þær eru dásamlegar. Í kvöld var fiskibollukvöld. Haddinn minn borðar þær og það gleður mig mjög svo mikið þegar að hann borðar matinn minn. Pínu matvandur greyið. Erfitt fyrir sælkerann að skilja fólk sem er…
Á laugardögum þá elska ég að dúlla mér aðeins í eldhúsinu. Í raun elska ég að dúlla mér í eldhúsinu alla daga , en sérlega á laugardögum. Þá hef ég meiri tíma og þá baka ég oftast eitthvað sem ég er búin að þrá alla vikuna að smakka.. Ég elska…
Haustið er svo sannarlega komið og kuldinn fylgir líka með. Haustið ber með sér mikla fegurð, litirnir í kringum okkur eru stórkostlegir. Ég ætla að taka myndir um helgina af fallega Skaganum í haustlitum.. Mikið um lærdóm. Próf á mánudaginn og hnúturinn í maganum vex, en en en. Ég skil…
Ég trúi ekki á „one moment one the lips forever on your hips„. Því maður getur vel tekið sér göngutúr eftir góðar kökur og maður man alltaf eftir góða bragðinu ef vel tekst. Því er nauðsyn fyrir allar sálir að sykra sig upp af og til. Í kvöld ákvað ég…
…Huggulegheit við lærdóm. Gott að heyra í vindinum úti en inni er hlýtt og gott, sérlega í sokkunum sem yndislega vinkona mín hún Íris prjónaði handa mér. xxx …