Ég var svo heppin að vera boðin á Stóreldhúsið 2011 þar sem öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði voru að sýna og kynna matvörur, tæki, búnað o.fl. Mikil ósköp sem þetta var flott sýning og jeremías eini hvað ég naut mín í botn að smakka ljúffengar kræsingar. Ég tók ansi margar…
Fjölskyldumaturinn. Það er enginn súpa eins og kjötsúpan, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég ólst upp við það að þegar að kjötsúpa var á borðstólnum þá var von á öðrum fjölskyldumeðlimum í mat. Allir borða á sig gat, sötra á súpunni, naga beinin, fá sér rúgbrauð með smjöri…
Í hádeginu þá langaði mig í eitthvað fljótlegt og gott. Eitthvað sem gott væri fyrir líkamann. Ég prófaði því að gera mér eggjaköku með twisti. 2 egg. (1 venjulegt og 1 bara eggjahvíta) Dass af léttmjólk Salt&pipar Þetta pískað saman. Grænmeti. Agúrka Paprika Kirsuberjatómatar Rauðlaukur. Steikt á pönnu í smá…
Maren systir mín verður þrítug á föstudaginn og var ég búin að segjast ætla að baka eitthvað fyrir veisluna þannig ég „neyddist“ til þess að prufa eina uppskrift í dag og mikil ósköp sem er gaman að dunda sér í bakstri. Að vísu gat ég ekki mikið dundað mér því…
Ég er mikil kaffikerling og finnst fátt um betra en að drekka gott kaffi, sérlega í morgunsárið og í góðum félagsskap. Það gildir það sama um kaffið og matinn – sameiningartákn. Að mínu mati, að hitta góða vini yfir kaffibolla er yndislegt. Ég fékk svo frábæra sendingu frá mömmu í…
Mánudagur enn á ný. Fallegt veður og góð vika að hefjast, mamman mín kemur heim í vikunni og það verður ó svo gott að komast í mömmuknús. Það jafnast ekkert á við það. Ég útbjó í gær mér til gamans like- síðu á facebook fyrir bloggið. Gaman að sjá hverjir…
Ég er svo hrifin af þessu kjúklingasalati, elsku Fríða vinkona bauð mér eitt sinn upp á þetta dýrindis salat og þá var ekki aftur snúið. Ást við fyrsta smakk. Einfalt, fljótlegt og bragðmikið. 1 x Stór spínatpoki í botninn (ég setti líka nokkur rucola blöð sem ég átti inn í…
Ég elska kökur og ég elska að baka þær. Þetta er gott ástarsamband. Laugardagsnammið, frönsk súkkulaðikaka. Uppskrift er að finna hér til hliðar í „bakstursást“. Fæ yndislegar vinkonur í mat, vinkonur sem ég hitti alltof sjaldan og því hlakka ég ansi mikið til. xxx
Helgin er gengin í garð. Mér finnst alltaf vera föstudagur – vísbending um að tíminn sé ansi fljótur að líða. Tók smá kvíðkast í dag, ekkert agalega mikið eftir af skólanum og það styttist óðum í blessuð prófin. Ég er komin í náttfötin mín, reyndar er ég löngu komin í…
Þennan bragðmikla, litríka og ljúffenga fiskrétt gerði mamma mjög oft þegar ég var yngri. Við systkinin nutum þess virkilega að borða hann og það var hart barist um síðasta bitann. Þetta var vinsæll réttur sem allir kunna að meta. Fiskrétturinn hennar mömmu 1 msk ólífuolía 800 g fiskur t.d. ýsa…