Þann 29.desember gekk systir mín að eiga unnusta sinn hann Andra. Athöfnin var ótrúlega falleg og veislan virkilega flott. Systir mín var sú allra fallegasta, algjör drottning. Ég var beðin um að baka brúðartertuna og auðvitað sló ég til, ég var þó svakalega stressuð um að þetta myndi misheppnast hjá…
Árið 2012 er senn á enda, mjög gott ár sem hefur verið viðburðarríkt og mjög lærdómsríkt. Undanfarin tvö ár þá hef ég litið yfir bloggfærslur ársins og tekið saman þær færslur sem hafa verið vinsælastar það árið. Það kom mér skemmtilega á óvart að bakstursfærslurnar eru mjög vinsælar. Bakstur er…
Dagurinn í gær var algjörlega frábær. Maren systir mín gekk að eiga unnusta sinn hann Andra. Athöfnin var mjög falleg og veislan ótrúlega fín. Ég tók nokkrar myndir af brúðkaups-sjæningunni sem mig langar að deila með ykkur. Maren Rós opnar kampavínsflösku og það var skálað, auðvitað. Mamma fér sér sopa…
Stóri dagurinn hjá Mareni systur minni er á morgun. Spennan er mikil og það er mikið að gera. Allir með sitt hlutverk og allt að verða klárt. Ég fæ að sjá um brúðartertuna eins og ég var búin að segja við ykkur svo nú hugsa ég eingöngu í smjöri og…
Fáeinir dagar í áramót og þá er nú aldeilis tilefni til þess að gleðjast með fjölskyldu og vinum. Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna bestu uppskriftirnar árið 2012. Þar að auki eru uppskriftir að kokteilum sem henta mjög vel í áramótapartí. Mér fannst regulega gaman að blanda þessa kokteila…
Ég er búin að vera í svo góðu yfirlæti hjá fjölskyldunni minni og tengdafjölskyldu yfir jólin. Ég er búin að borða á mig gat og gott betur en það. Virkilega huggulegt að labba á milli húsa og gæða sér á gómsætum kræsingum, það kann ég vel að meta. Sjónvarpsgláp, huggulegar…
Gleðileg jól elsku vinir. Ég vona að þið hafið það sem allra best yfir jólin og njótið þess að vera til með ykkar fólki. Jólakossar og knús frá mér. Myndin hér að ofan var tekin fyrr í kvöld (aðfangadagskvöld). Systkinin mín og amma og afi. Virkilega huggulegt kvöld með elsku…
Systir mín hún Maren Rós er að fara að gifta sig eftir viku. Ég hlakka ofboðslega mikið til og ég er svo heppin að fá að baka kökuna. Það var smá æfing í gær og mikið sem það er gaman að skreyta kökur. Rómantískar og fínar kökur sem fanga augað. …
Smákökur eru vissulega ómissandi um jólin, það er mjög gaman að prufa nýjar uppskriftir og það er alltaf ákveðinn sjarmi að baka kökurnar sem hafa fylgt fjölskyldunni í mörg ár. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að dásamlegum súkkulaðibitakökum en uppskriftina að þeim fann ég í norsku tímariti sem…
Ég átti dásamlegan dag með frábærum vinum mínum. Við stofnuðum klúbb fyrir nokkrum árum, Bíóklúbbinn Bríet. Við höfum það fyrir reglu að hittast fyrir jólin, borða saman og skipast á gjöfum. Það er krúttlegt og ótrúlega skemmtilegt.Mig langaði til þess að deila með ykkur nokkrum myndum frá því í dag,…