1. Hugguleg kvöldstund með uppáhalds bókunum og tímaritunum mínum. 2. Vinkonur ánægðar með Stúdentakjallarann sem var opna. 3. Kjúklingur í rjómasósu með beikoni og sveppum, gúrme. 4. Hressir Vökuliðar á listakynningu Vöku. 5. Ég og Sara í frambjóðendaferð Vöku…
Morgunmatur skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hef ekki mikinn tíma á morgnana en ég hef það fyrir reglu að fá mér eitthvað, þó ekki nema einn banana eða jógúrt. Þegar ég hef hinsvegar smá tíma þá fæ ég mér yfirleitt boozt, hafragraut eða gott brauð/hrökkbrauð. Mig langar til þess að…
Ég fór í mjög skemmtilega frambjóðendaferð Vöku í gær og þar var mikið fjör og skálað fram á nótt. Ég fór þess vegna alltof seint að sofa og vaknaði snemma þar sem við í menntamálanefnd SHÍ vorum að halda málþing sem gekk ótrúlega vel og ég ætla að deila með…
Gleðilegan föstudag kæru vinir. Föstudagsblómin komin á sinn stað og nú má helgin koma. Ég var kynnir ásamt Maríu Rut á listakynningu Vöku í gær og mikið sem það var nú gaman, fullt af nýjum andlitum og fjör í mannskapnum. Nú má kosningafjörið byrja! Um helgina þá ætlar nefndin mín…
Það hefur verið svokallað inniveður undanfarna daga og þá finnst mér ekkert huggulegra en að koma heim úr skólanum og fara beinustu leið inn í eldhús að dunda mér við matargerð. Ég bauð bróður mínum og kærustunni hans í mat og við vorum öll sammála um að þetta væri einn…
Rigningardagur númer 100? Ég er örugglega langt frá því að vera sú eina sem þráir betra veður og hækkandi sól. Þessi vika hefur liðið mjög hratt, ég hef meira og minna verið með nefið ofan í tölvunni að skipuleggja næstu daga og auðvitað að hugsa um bloggið. Ég hef gert…
Ég fór út í matarbúð til þess að kaupa mér hráefni til að útbúa bruschettu með tómötum-og basiliku. En þegar að ég kom í búðina þá var lítið úrval af ferskum kryddjurtum og mér fannst ómögulegt að fara að gera bruschettu án þess að hafa ferska basiliku svo ég þurfti…
Á köldum vetrarkvöldum þá er einstaklega huggulegt að baka súkkulaðibitakökur og njóta með köldu mjólkurglasi. Súkkulaðibitakökurnar eru bæði mjög einfaldar og ljúffengar. Ég tók saman þrjár uppskriftir sem eru í miklu eftirlæti hjá mér. Njótið vel kæru vinir. Súkkulaðibitakökur með hvítu og dökku súkkulaði. Ég baka þessar kökur mjög oft…
Vatn með ferskri myntu,engifer og agúrku er svo sannarlega hressandi. Ég er að reyna með öllum tiltækum ráðum að hressa mig við, hef nælt mér í flensu og er ekki með sjálfri mér. Aldeilis ekki ánægjulegt að hefja nýja viku með slappleika en vonandi gerir engiferið sitt gagn og ég…
Bollakökur sem koma á óvart. Vanillubollakökur eru klassískar og eiga alltaf vel við. Það er gott að bæta hindberjafyllingu í þessar kökur og í raun má nota hvaða ber sem er, fer allt eftir smekk hvers og eins. Fyllingin kemur skemmtilega á óvart þegar fólk tekur bita af kökunum. Vanillubollakökur…