1. Bókin mín Matargleði Evu kom út þann áttunda nóvember. Það var dásamleg tilfinning að fá bókina í hendurnar eftir langa bið, ég er voða ánægð með bókina og ég er algjörlega í skýjunum yfir því hvað henni hefur verið vel tekið. Ég hélt útgáfuboðið sama daga og bókin kom…
Veturinn er kominn, það má með sanni segja. Það er snjór úti og svolítið kalt, þá er nú ekkert betra að mínu mati en ljúffeng súpa sem yljar. Ég er einstaklega mikil súpukona og mér finnst fátt betra en góð og matarmikil súpa. Ég bjó til afskaplega einfalda og gómsæta…
Tiramisú Tiramísú er guðdómlegur ítalskur eftirréttur. Nafnið þýðir í raun „taktu mig upp“ og er þá verið að vísa í að hann fer með okkur í hæstu hæðir, svo góður er hann. Þegar ég gæði mér á tiramisú fer hugurinn með mig á lítinn sætan veitingastað í Bretlandi þar sem…
Mikil ósköp var það góð tilfinning að fá bókina í hendurnar í gærkvöldi. Ég er mjög ánægð með bókina og hlakka svo til að sýna ykkur kæru vinir. Mér þætti virkilega vænt um að sjá ykkur í útgáfuhófinu mínu í dag. Verið hjartanlega velkomin! Risaknús Eva Laufey Kjaran
Helgin er að skella á og þá er svo sannarlega tilvalið að gera vel við sig og sína. Ég hef lítið náð að blogga í vikunni því nú verr og miður en ég vona að þessi uppskrift bæti upp fyrir bloggleysið. Ég er sérlega hrifin af kjúkling og elda hann…
Hægeldað lambalæri 1 lambalæri ca. 3 kg ólífuolía 1 – 2 msk. Lamb Islandia salt og pipar (magn eftir smekk) 10 – 12 kartöflur 1 – 2 sætar kartöflur 6 – 8 gulrætur 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 kúrbítur 1 laukur 700 ml vatn Bakarofn hitaður í 110°C…
Íslenska hlaupabókin ‘Út að hlaupa’ kom út á dögunum. Höfundar bókarinnar eru þær Elísabet Margeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir. Ég er stórhrifin af bókinni. Einstaklega fróðleg bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum. Í bókinni er fjallað um æfingaáætlanir, hlaupabúnað, styrktaræfingar, mataræði og meira til. Mér finnst mjög gaman að…
Helgin var sérstaklega fljót að líða að þessu sinni, ég og amma komum hingað til Noregs á föstudaginn og förum heim í dag. Þetta hefur verið dásamlegt frí með fjölskyldunni og mikið sem ég hlakka til að fá þau öll heim um jólin, það styttist nú í það. Svona frí…
Ég er mikil kaffimanneskja og veit fátt betra en að fá mér góðan kaffibolla, mér finnst ég drekka of mikið af kaffi suma daga og hef verið að prófa mig áfram í tedrykkju. Ég hef ekki verið mikið fyrir te, en undanfarna daga þá hef ég verið að prófa tvær…
Gleðilega helgi kæru lesendur. Vikan leið svo fljótt, ég hef ekki haft tíma til þess að líta inn á bloggið í vikunni. Mér finnst það voðalega leiðinlegt að ná ekki að setja inn eins og eina uppskrift eða þá bara rétt til þess að segja hæ við ykkur. Það hefur…