Ég vaknaði við yndislegt veður í morgun, það er dásamlegt! Dreif mig út á hjólið og kom auðvitað við í bakaríinu (enda er helgi og þá má allt) og hjólaði til Marenar. Sátum úti og borðuðum bakkelsi í sólinni. Nú er ég komin inn og byrjuð að túpera mig upp…
Byggsalatið mitt fékk upplyftingu í kvöld, afþví í dag er föstudagur og á föstudögum þá á maður skilið smá gotterí. Þannig ég lagaði týpískt salat með bygginu, smellti nokkrum nachos flögum smá ost og inn í ofn í fimm mín. Smá salsa-sósa og fetaostur. Ansi ljúffengt! Þannig er mál með…
Fékk til mín góða vinkonu í hádeginu. Nýbakað brauð, byggsalat ,súkkulaðihjúpuð jarðaber, kaffi og gott vinkonuspjall. Yndislegt. Ég verð að deila með ykkur uppskrift af ansi góðu og hollu brauði sem að Eva Eiríks vinkona bakaði fyrir okkur þegar að við vorum saman í bústað fyrr í sumar. Einfalt og…
Jummí – á leiðinni heim eftir skemmtilega helgi í Eyjum og á Hvolsvelli þá ákváðum við að kíkja á veitingastaðinn Við Fjöruborðið. Hann er dásamlegur. Skemmtileg staðsetning, einfaldur matseðill og góð þjónusta. Þangað ætla ég sko að fara aftur. 🙂
Eyjar 2011 – ótrúlega skemmtileg ferð með yndislegu fólkiKrúttlega húsið sem við gistum í. Roomies Ást á Eyjunni Haddinn minn Ready for it Eyjadansinn Gott kaffi kippir öllu í liðinn Vinkonur Eyja í öllu sínu veldi á Eyjunni
.. Klukkan er tólf á hádegi og ég er enn í náttsloppnum. Við Haddi erum á Hvolsvelli að hafa það huggulegt. Ég sit hér við stofuborðið dúðuð í fína náttsloppnum, með kveikt á kertum og með morgunkaffið sem ég er búin að vera að sötra á í rúmar tvær klukkustundir….
Nú er ég komin í sæluna á Hvolsvelli. Mikil ósköp sem ég elska að koma hingað, færist yfir mig svo mikil ró í hvert skipti sem ég er hér. Í dag er ég bara búin að hafa það huggulegt, lúra, fara í labbitúr og svo elduðum við lambahrygg og amma…
Me wants. Ég ætla að fá mér eina Calabrese tösku fyrir haustið. Mér finnst þær agalega flottar og líkast til ansi þægilegar.
Ég er heimsin besti nartari, ég get nartað endalaust í eitthvað þannig ég ákvað að gera kökur sem mér finnst ansi góðar og þær eru hollar. Þá er samviskan í góðu standi eftir allt þetta nart. Líka sérlega einfaldar og fljótgerðar.. 3 bananar 2 bollar af höfrum 1 bolli af…
…Sunnudagur til sælu. Bókstaflega! Planið var að vera á Hvolsvelli um helgina en það þróaðist yfir í það að vera bara heima við í notalegheitum. Verður ansi mikið fjör um næstu helgi svo það var ágætt að vera bara heima við. Ég svaf lengi, var ekki komin á fætur fyrr…