11.11.11

Föstudagur í dag sem þýðir að helgin er komin, helgin hjá mér fer í lærdóm en ég ætla þó að baka eitthvað gott á morgun því það er nú bara einu sinni í viku laugardagur. 
Ég bakaði um daginn vanillumúfur og átti eftir að setja inn uppskrift, þær heppnuðust ansi vel og voru mjög ljúffengar. Það er eitthvað svo stórkostlegt við Vanillu. 
Ég mæli með að þið prufið þessar múffur um helgina. 
Rómantískar Vanillumúffur með hvítu súkkulaðikremi.  
Uppskriftin kemur hér, ca. 24 múffur

  • 226 gr. Mjúkt smjör
  • 450 gr. Sykur
  • 5 Egg
  • 330 gr. Hveiti
  • 4 tsk. Lyftiduft
  • 1 tsk. Salt
  • 3 dl. Rjómi
  • 2 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
  • Fræ úr einni vanillustöng.

Aðferð:

Smjör og sykur sett í hrærivélaskál og hrært vel saman í ca. 3- 4 mínútur þar til deigið er létt og ljóst. Egg sett út í , eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Takið ykkur aðra skál og blandið þurrefnum saman, mér finnst svo best að sigta deigið saman við blönduna og hræra lauslega með sleif áður en að ég læt hrærivélina sjá um málin. Hveitiblöndunni er svo blandað saman við deigið og að lokum rjómanum, fræjum úr vanillustönginni og vanilla extract. Blandið vel saman en mjög varlega.
Ég klippti niður bökunarpappír og notaði sem form, gamalsdags og rómantískt að mínu mati. 🙂  
Inn í ofn við 160°C í 20 – 25 mínútur. 

 Ég held að það sé ekkert deig eins fallegt og vanilludeig.

 Lövlí. 
 Fallegt
 Svo er hægt að klæða múffurnar upp á ýmsa vegu. 

Góða helgi kæru lesendur 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *