Ég og Agla vorum í New York um daginn og hittum Stebba okkar sem var að flytja til borgarinnar. Þrátt fyrir stutt stopp náðum við þó að afreka ansi margt, best af öllu var þó að hittast, knúsast og hlæja. Planið er að fara í aðra heimsókn til hans í vor og vera þá örlítið lengur. Ég verð alltaf meira og meira skotin í borginni, mér fannst hún svolítið mikil fyrst, en ég kann alltaf betur og betur við mig þar. Ég hlakka til að fara í vor með bestu vinum mínum og njóta borgarinnar í nokkra daga, það er svo margt í boði í New York. Eitthvað fyrir alla. Hér kemur smá myndaflóð, ég elska þessar myndir. Þessi dagur var frábær, veðrið dásamlegt og við nutum þess að vera túristar með derhúfur í stíl.
Agla og Stefán að fara yfir málin, ég elska þessa mynd af þeim til vinstri.
Við borðuðum morgunmatinn okkar í Bryant Park, hugguleg byrjun á deginum.
Við fórum upp í Rockefeller, létum aðra túrista taka myndir af okkur og tókum svo ‘nokkrar’ myndir sjálf. haha. Útsýnið er auðvitað engu líkt og það var nauðsynlegt að ná góðri mynd.
Mér finnst myndin af Öglu svo fín hér til hliðar. Sjá þetta fallega hár.
Dásemd.
Agla og Stefán voru yfir sig ánægð að fara loksins í Magnolia bakaríið sem ég hef talað svo mikið um, þetta bakarí er það allra besta. Ég segi það satt.
Himneskar bollakökur og ég í sæluvímu með ‘Red Velvet’ bollakökuna mína. Við sátum í Central Park og borðuðum kökur og sóluðum okkur.
Vinir á Times Square. Þessi dagur var stórkostlegur, mér finnst erfitt og ótrúlega gaman að skoða þessar myndir. Erfitt að því leytinu til að mig langar að hoppa upp í flugvél með vinum mínum og heimsækja Stebba okkar. Það verður draumur í dós í vor þegar sú ferð verður að veruleika.
xxx
Eva Laufey Kjaran