Það er ekki annað hægt en að vera glaður með þetta dásamlega haustveður, ég vona auðvitað eins og við öll að við fáum fleiri svona góða daga. Ég tók þessa mynd í gærkvöldi þegar ég var úti að hlaupa, ég varð að stoppa til að njóta fegurðarinnar. Ég hljóp fimm kílómetra í fyrsta skipti í langan tíma. Þetta verð ég að telja svolitla framför þar sem ég fór yfir á hraða skjaldböku fyrir mánuði síðan. Nú get ég hlaupið nokkra kílómetra sem er dásamlegt. Það er einmitt þetta sem ég elska við hlaup, maður bætir sig svo fljótt og vellíðan er svo góð eftir hlaupið.
Hreyfing er mér nauðsynleg, hún bætir orkuna mína og mér líður miklu betur þegar ég er búin að hreyfa mig, þó það sé ekki nema einn göngutúr.
Ég tók saman nokkur lög eins og ég hef gert áður hér á blogginu. Það er ferlega gaman að hlusta á góða tónlist og hlaupa… sumir vilja enga tónlist en hún er nauðsynleg fyrir mig.
Þessi bók er afar góð, mæli með henni.
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir