Sunnudagur til sælu í orðsins fyllstu. Dagurinn átti að fara í lærdóm og bara lærdóm, en svo tók sunnudagsdúllerí yfir. Kláraði þó lærdóms skammt helgarinnar þannig samviskan er í góðu.
Helgin er ansi fljót að líða og á morgun hefst ný vika með nýjum verkefnum. Október gengin í garð og því styttist í próf og verkefnaskil, þessi mánuður verður strembin. Styttist líka í jólin sem er yndislegt.
Ég elska blóm, mér þykir svo vænt um það þegar að ég fæ blóm. Litlir hlutir skipta miklu máli..
Nú ætla ég að rölta yfir til ömmu í kvöldkaffi.. það jafnast ekkert á við gott kaffi og ömmuspjall.
Vonandi áttuð þig ljúfa helgi.
xxx