Tengdadætur og sushi

 ..Við kvöddum París með trega í morgun. Yndisleg borg og við höfðum það virkilega huggulegt. En það er líka best að koma heim, hvort sem að maður fer í burtu í fáeina daga eða nokkra mánuði þá er tilfinningin alltaf sú sama. Heima er best. 
Það var svo heljarinnar sushi-teiti í Haraldarhúsi í kvöld. Tengdadætur + sushi. Ansi huggulegt kvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem að ég hef komið nálægt því að laga sushi og það tókst bara ansi vel hjá okkur. Í eftirrétt voru svo franskar makkarónur sem ég keypti í morgun rétt áður en að við flugum heim. Delish. :o) 
Það  kemur líkast til ekki á óvart að ég hendi fáeinum myndum með þessari færslu. Ég er ekkert sérlega öflugur penni og því fá myndirnar oftast nær að tala sínu máli og njóta sín. 
Vonandi hafið þið gaman af kæru lesendur 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • ekki öflugur penni.. I beg to differ!
    Ég nýt þess að lesa bloggið þitt allt svo yndislegt:D
    Myndirnar eru líka ansi skemmtilegar
    Haltu áfram að skrifa svona yndis
    kv Berglind (flipparar)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *