Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar…
Í gær bakaði ég þetta gómsæta bananabrauð sem ég verð að deila með ykkur, ég skipti út hvíta hveitinu og notaði heilhveiti. Þetta var meira brauð, mér finnst bananabrauð oft svo sæt en þetta er brauðlegra. Það tekur enga stund að skella í þessa uppskrift og þið þurfið eingöngu örfá…
Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum…
Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu. Í morgun bakaði ég gróft heilhveitibrauð með ýmsum korntegundum. Heilhveiti er malað með kími og klíði og er mun næringarríkara en…