Sit hér í rólegheitum í stofunni að drekka kaffi á nákvæmlega sama stað og ég drakk morgunkaffið mitt fyrir klukkan níu í morgun, að fletta í gegnum sömu matarblöðin, fæ aldrei nóg af girnilegum matarblöðum.
Þessi helgi er búin að vera svo fljót að líða. Það hefur verið nóg að gera þessa helgina. Á föstudaginn þá steig ég algjörlega út úr þægindarammanum, var búin að vera svolítið stressuð en fann svo að lokum hvað það er nú gott að stíga út úr þægindarammanum. Ég er staðráðin í því að við lærum mest á því. Það er líka svo gaman þegar að maður fylgir því sem manni finnst gaman að gera og allt verður miklu skemmtilegra, þó svo að því fylgi stress og annað slíkt. Þá er það bara af hinu góða.
Helgin er líka búin að vera sérlega hugguleg þar sem mamma mín er á landinu. Það er heimsins best. Himneskt að fá mömmumat, ég sit einmitt virkilega södd og sæl eftir sunnudagslambið hjá mömmu. Það er eitthvað svo sjarmerandi að fá læri eða hrygg á sunnudögum, skemmtileg fjölskylduhefð.
Lærdómur kallar og ég verð víst að leggja frá mér tölvuna og blessuð matarblöðin.
Ný vika að hefjast á morgun og ansi margt skemmtilegt á döfinni.
Ný vika að hefjast á morgun og ansi margt skemmtilegt á döfinni.
Ég vona að hafið haft það einstaklega gott um helgina og fengið ykkur eitthvað svakalega gott að borða.
Góða nótt
xxx
Eva Laufey Kjaran