Súkkulaðiappelsínuostasmákökur með hvítu súkkulaði

 Ég trúi ekki á „one moment one the lips forever on your hips„.
 Því maður getur vel tekið sér göngutúr eftir góðar kökur og maður man alltaf eftir góða bragðinu ef vel tekst. Því er nauðsyn fyrir allar sálir að sykra sig upp af og til.
 Í kvöld ákvað ég að prufa smákökur sem ég hef verið að hugsa um frá því að ég sá uppskrift af þeim, þær lukkuðust býsna vel og mæli ég hiklaust með því að þið spreytið ykkur.
 Ég elska að mynda matinn minn, ferlið frá smjörbitanum yfir í fallegar kökur er svo fallegt.
Uppskrift:

110 gr. Smjör (mjúkt)
100 gr. Rjómaostur (ég notaði philadelphia)
225 gr. Sykur
1tsk. Vanilludropar eða sykur. 
180 gr. Hveiti
100 gr. Súkkulaðibitar
100 gr. Haframjöl
1 Appelsína

 Byrjum á því að setja smjör og rjómaost í hrærivél þar til það verður orðið fluffy. Tók um það bil 8 mín að vera fluffy hjá mér. 

 Þegar að deigið er orðið fluffy þá er sykrinum bætt saman við, hrært í 3 mín. 

Svona á deigið að líta út þegar að það er tilbúið 

Hveitinu, haframjölinu og vanilludropum bætt saman við og þessu blandað varlega saman. 
Súkkulaðinu bætt saman við.. 
 Og síðast en ekki síst, rifinn börkur af 1 appelsínu. 
Þá er deigið tilbúið 
Inn í ofn við 190°C í 13 – 15 mín. 
Fallegar. 
Ég hitaði smá hvítt súkkulaði og skreytti kökurnar, það er eitthvað við hvítasúkkulaðið sem gerir allt miklu betra. Rjómaostur, appelsínubragð og hvítt súkkulaði. Jummí. 

Ótrúlega gott með ískaldri mjólk. Þessa uppskrift ætla ég svo sannarlega að gera aftur, reglulega einfalt og fljótlegt. Agalega gott xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *