Súkkulaðidraumur sem bráðnar í munni

* K O S T U Ð – F Æ R S L A / K Y N N I N G


Haddi minn átti afmæli í síðustu viku og er nú orðinn 28 ára. Það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að baka súkkulaðiköku en það er hans uppáhald og þá sérstaklega franskar súkkulaðikökur, ég elska þær líka svo þetta var perfecto. Ég notaði dökkt súkkulaði frá Valor í kökuna sjálfa en svo Valor súkkulaði með sjávarsalti í kremið, það eru margar spenanndi tegundir sem Valor býður upp á og það má gjarnan prófa hvaða tegund af súkkulaði í þessa köku. Súkkulaði er alltaf góð hugmynd – ég segi ykkur það satt 🙂

 

Frönsk súkkulaðikaka með Valor súkkulaði

  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 200 g Valor súkkula
  • 200 g smjör
  • 1 dl hveiti
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Þeytið saman egg og sykur þar til deigið er létt og ljóst.
  2. Bræðið súkkulaði og smjör í potti við vægan hita.
  3. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við eggjahræruna og setjið vanillu út í á þessu stigi. Hrærið varlega í blöndunni með sleikju.
  4. Sigtið hveiti út í lokin og blandið vel saman.
  5. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt hringlaga form.
  6. Bakið í ofni við 180°C í 30 mínútur.
  7. Kælið kökuna vel áður en þið takið hana úr forminu.

Silkimjúkt karamellukrem

  • 100 g smjör
  • 100 g pipp súkkulaði með karamellufyllingu
  • 100 g Valor súkkulaði með sjávarsalti

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í pott og bræðið við vægan hita, um leið og kremið er orðið silkimjúkt er það tilbúið og þá má hella því yfir kökuna.
  2. Gott er að kæla kökuna með kreminu í svolitla stund áður en þið berið hana fram.
  3. Kakan er ljúffeng með ferskum berjum, rjóma og eða ís.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *