Stundum skilur maður ekki þennan heim. Hvað vakir fyrir sumu fólki, sem betur fer skilur maður það ekki. Erfitt er að koma orðum að því hvað mannfólk getur verið illt. Fleiri eru góðir – en þeir sem illir eru skilja eftir djúp sár. Ég er búin að kveikja á kertum hér heima við og hugsa hlýtt til Noregs. Erfiðir tímar.
Hugsum vel um hvort annað, tökum utan um fólkið sem við elskum og verum dugleg við að minna fólkið okkar á það hvað það sé dýrmætt. Því lífið er óútreiknanlegt.
xxx