Ég fór ásamt mömmu og ömmu á Smurstöðina í hádeginu. Smurstöðin er nýr veitingastaður á neðstu hæð í Hörpunni sem leggur áherslu á hágæðasmurbrauð þar sem íslenskt hráefni er í hávegum haft. Það er langt síðan ég tók myndavélina með í hádegismat en mér finnst mjög gaman að mynda góðan mat og vil gjarnan deila þeim með ykkur. Við erum allar þrjár mikið fyrir smurbrauð og vorum allar mjög ánægðar með matinn. Smurbrauðin voru eins góð og þau eru falleg, algjör veisla fyrir bragðlaukana. Smurstöðin er frábær veitingastaður sem ég mæli með að þið prófið.
Laxa smurbrauðið er ómótstæðilega gott.
Fallega og góða amma mín, hún verður 75 ára í næstu viku og við erum byrjaðar að fagna.
Hér skálar móðir mín við mömmu sína.
Roastbeef smurbrauðið, ég get ekki hætt að hugsa um þessa brauðsneið.
Ég vona að þið eigið góðan dag framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir