Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum í drykkjarílat og bruna út. En, þegar tími gefst þá mæli ég með að þið gerið svona skál og njótið í botn.
Smoothie skál með allskonar berjum
- Handfylli spínat
- 1/2 lárpera
- 1 bolli frosið mangó
- 1 bolli frosin jarðarber
- 1 msk hnetusmjör
- 1 banani
- 1 tsk chia fræ
- Möndlumjólk eða appelsínusafi, magn eftir smekk
- Klakar
- 2 – 3 msk grískt jógúrt
Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur, hellið í skál og skreytið að vild með allskyns góðum berjum og ávöxtum.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2 klukkan 19:25.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem voru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups