Rjómaostasúkkulaðibitaoreo smákökur

Á laugardögum þá elska ég að dúlla mér aðeins í eldhúsinu. Í raun elska ég að dúlla mér í eldhúsinu alla daga , en sérlega á laugardögum. Þá hef ég meiri tíma og þá baka ég oftast eitthvað sem ég er búin að þrá alla vikuna að smakka.. Ég elska Oreo kex, ég elska smákökur og ég elska að hafa rjómaost í smákökur svo ég bakaði rjómaostasúkkulaðioreo smákökur. 

Uppskrift:

110 g smjör, við stofuhita 
100 g rjómaostur (Philadelphia) 
225 g sykur
180 g hveiti
100 g súkkulaðidropar
1 tsk. vanilla extract eða vanillusykur
1 pakki Oreo kex
Smjör og rjómaostur blandað saman þar til að það er orðið vel fluffy, tekur um 8 mín.
Sykrinum er síðan blandað saman við í 3 mín og því næst hveitið og vanilludropar. 
Þessu blandað vel saman í nokkrar mín. 
Síðan blandar maður súkkulaðidropunum saman við varlega með sleif. 
Ég kramdi oreo-kexin og setti þau í sér skál. Lagaði fínar kúlur og rúllaði kúlunum uppúr kexinu. 
Inn í ofn við 190°C í 15 mín. (Ég bræddi hvítt súkkulaði og lét smá ofan á) 

Njótið

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

  • Ragna Lóa Guðmundsd

    Ég prófaði þessar um helgina og NAMMMMMIII! Rosalega eru þær góðar.. En sætar, svo að maður fer sérdeilis varlega í að borða þær .. hehe.. Takk aftur fyrir glæsilegt blogg 😉

  • Ragna þær eru sko heldur betur sætar en sérdeilis góðar:)

    Þær voru að mig minnir 14 – 16 Fjóla. Þú ræður því í raun sjálf, fer eftir því hvað þú vilt hafa þær stórar :)Þær klárast oftast nær samdægurs þegar að ég laga þær svo ég hef ekki prufað að geyma þær lengur svo. 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *