Á laugardögum þá elska ég að dúlla mér aðeins í eldhúsinu. Í raun elska ég að dúlla mér í eldhúsinu alla daga , en sérlega á laugardögum. Þá hef ég meiri tíma og þá baka ég oftast eitthvað sem ég er búin að þrá alla vikuna að smakka.. Ég elska Oreo kex, ég elska smákökur og ég elska að hafa rjómaost í smákökur svo ég bakaði rjómaostasúkkulaðioreo smákökur.
Uppskrift:
110 g smjör, við stofuhita
100 g rjómaostur (Philadelphia)
225 g sykur
180 g hveiti
100 g súkkulaðidropar
1 tsk. vanilla extract eða vanillusykur
1 pakki Oreo kex
Smjör og rjómaostur blandað saman þar til að það er orðið vel fluffy, tekur um 8 mín.
Sykrinum er síðan blandað saman við í 3 mín og því næst hveitið og vanilludropar.
Sykrinum er síðan blandað saman við í 3 mín og því næst hveitið og vanilludropar.
Þessu blandað vel saman í nokkrar mín.
Síðan blandar maður súkkulaðidropunum saman við varlega með sleif.
Ég kramdi oreo-kexin og setti þau í sér skál. Lagaði fínar kúlur og rúllaði kúlunum uppúr kexinu.
Inn í ofn við 190°C í 15 mín. (Ég bræddi hvítt súkkulaði og lét smá ofan á)
Njótið