Rjómalagað kjúklingapasta úr Matargleði Evu

Í þætti kvöldsins var sérstakt pasta þema og eldaði ég nokkra af mínum eftirlætis pastaréttum. Ég lagði mikla áherslu á einfalda rétti sem allir geta leikið eftir og tekur ekki langa stund að búa til. Þessi lúxus kjúklingapastaréttur er til dæmis einn af þeim og hann er svo góður að þið verðið að prófa hann. Ég mæli að minnsta kosti hiklaust með honum um helgina. Kjúklingur, beikon, pasta og rjómi saman í eitt. Orð eru óþörf 🙂

Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum

Fyrir 3 – 4 manns.
  • 2 msk ólífuolía
  • 4 kjúklingabringur
  • 200 g gott beikon
  • 8 – 10 sveppir, skornir
  • 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
  • 2 msk ferskt timjan, smátt saxað
  • 1/2 kjúklingateningur
  • 350 ml matreiðslurjómi
  • salt og pipar eftir smekk
  • 300 g tagliatelle pasta

 

Aðferð:
  1. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið kjúklingabringurnar í 1 – 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti og pipar. Setjið bringurnar í eldfast mót og leggið þær til hliðar.
  2. Steikið sveppi og beikon upp úr olíu þar til beikonið verður stökkt.
  3. Saxið niður ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnunni, hellið rjómanum einnig út á pönnuna og bætið hálfum kjúklingatening saman við. Leyfið sósunni að malla í 2 – 3 mínútur. Kryddið til með salt og pipar.
  4. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur.
  5. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
  6. Setjið pasta á disk og kjúklinginn yfir ásamt sósunni, dreifið gjarnan
    ferskri steinselju yfir í lokin.

 

 

Njótið vel.
Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld klukkan19:25 á Stöð 2.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem notuð eru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *