Um helgina bakaði ég þessa marensköku
með kókosbollurjóma og karamellukremi. Já, hún er eins góð og hún hljómar! Afi
minn átti afmæli um helgina og hittumst við fjölskyldan og áttum góða stund
saman, ég ákvað þess vegna að skella í eina marensbombu þar sem marensinn er
afar vinsæll í okkar fjölskyldu. Marensbakstur er afar einfaldur og það
er svo auðvelt að skella saman í góða köku, útkoman verður alltaf dásamleg. Ég LOFA ykkur því að hún er ofsalega bragðgóð og á eftir að slá í gegn… hún allra hitaeiningana virði.
með kókosbollurjóma og karamellukremi. Já, hún er eins góð og hún hljómar! Afi
minn átti afmæli um helgina og hittumst við fjölskyldan og áttum góða stund
saman, ég ákvað þess vegna að skella í eina marensbombu þar sem marensinn er
afar vinsæll í okkar fjölskyldu. Marensbakstur er afar einfaldur og það
er svo auðvelt að skella saman í góða köku, útkoman verður alltaf dásamleg. Ég LOFA ykkur því að hún er ofsalega bragðgóð og á eftir að slá í gegn… hún allra hitaeiningana virði.
Púðursykurmarens með kókosbollurjóma og karamellusósu
- Bakstur
- Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar
- Fyrir 8-10 einstaklinga
Botnar
- 5 eggjahvítur
- 1 dl sykur
- 3 1/2 dl púðursykur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 150°C
- Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft.
- Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið þá hliðarnar með smjöri.
- Skiptið marensblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 50-60 mínútur við 150°C. Kælið botnana mjög vel áður en þið setjið kókosbollurjóma á milli.
Kókosbollurjómi
- 450 ml rjómi
- 2 tsk flórsykur
- 1 tsk vanillusykur
- 4 kókosbollur
- 100 g karamellukurl
- Smátt skornir ávextir, ca 1 dl. t.d. jarðarber, bláber og hindber
Aðferð:
- Þeytið rjóma og bætið flórsykri og vanillu saman við.
- Þrýstið á kókosbollurnar og skerið þær í litla bita, blandið þeim varlega saman við rjómann ásamt karamellukurli og ávöxtum.
- Smyrjið rjómanum á milli botnanna.
Karamellusósa
- 1 poki Góa kúlur
- 1 dl rjómi
Aðferð:
- Bræðið kúlurnar í rjómanum við vægan hita, hrærið vel í og kælið áður en þið hellið yfir marenskökuna. Það er mjög mikilvægt annars gæti marensinn og rjóminn bráðnað (það er ekkert sérlega skemmtilegt)
- Skreytið kökuna með berjum t.d. jarðarberjum, hindberjum og bláberjum.
Ég mæli með að þið skellið í þessa um helgina.
Rjómakveðjur
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.