Pottabrauð og æðislegt pestó úr öðrum þætti af Matargleði Evu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég þetta ofur einfalda brauð og gerði æðislegt pestó með sem tekur enga stund að búa til. Ég geri mjög oft pestó og það er lygilega einfalt, nota yfirleitt bara það sem ég á til hverju sinni og útkoman verður alltaf góð. Það er aðalatriði að eiga góða basilíku, hnetur, parmesan og ólífuolíu. Svo er hægt að bæta öðrum hráefnum við, það fer bara eftir stuðinu í manni 🙂

Rósmarín-og hvítlauksbrauð með æðislegu pestói

  • 470 g brauðhveiti
  • 370 ml volgt vatn
  • 1 tsk salt
  • 1/4 tsk þurrger
  • 1 msk ferskt rósmarín
  • 2 hvítlauksrif

 

Aðferð:
  1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við.
    Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf
    klukkustundir.
  2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti
    yfir deigið. Saxið rósmarín og hvítlauk mjög smátt og blandið við deigið.
  3. Hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman
    þannig að það myndi kúlu.
  4. Smyrjið ofnpott með olíu og setjið pottinn inn í ofn við
    230°C.
  5. Takið pottinn út úr ofninum, setjið brauðið í pottinn og
    inn í ofn í 30 mínútur. Þegar 30 mínútur eru liðnar takið þið lokið af pottinum
    og bakið áfram í 10 – 15 mínútur.

 

Pestó með
sólþurrkuðum tómötum og sólkysstum tómötum

  • 1 búnt basilíka
  • 1 krukkasólþurrkaðir tómatar ca. 3 dl
  • 1 krukkasólkysstir tómatar ca. 3 dl
  • 100 g ristaðarfuruhnetur
  • 50 g parmesan
  • salt og pipar
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 dl ólífuolía
Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Berið með með ljúffengu
brauði.
Þið kannski sjáið það ekki en ég þarf að standa á tám til þess að ná upp í þessa hillu, ég er ekkert mjög hávaxin haha 🙂
Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld á Stöð 2 klukkan 19:25.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem eru notuð í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *