Pizzasnúðar með skinku og pepperoni
Þessi uppskrift er stór, ég skipti henni í tvennt bjó til snúða og skinkuhorn. Helmingur af þessari uppskrift gaf mér semsagt 20 meðalstóra pizzasnúða.
- 900 g hveiti
- 40 g sykur
- ½ tsk salt
- 100 g smjör, brætt
- 500 ml mjólk
- 1 pakki þurrger (12 g)
Fylling :
- 1 bréf skinka
- 1 bréf pepperoni
- pizzasósa, magn eftir smekk
- rifinn mozzarella ostur, magn eftir
smekk - oreganó krydd
Til að pensla yfir:
- 1 egg
- 2 msk mjólk
- rifinn ostur
- oreganó krydd
Aðferð:
- Hitið mjólk í potti, mjólkin á að vera volg.
- Vekjið gerið í mjólkinni, en það tekur um það bil fimm mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er
gerblandan tilbúin. - Bræðið smjör.
- Blandið öllu saman í skál og hnoðið deigið mjög vel, ég leyfi hnoðaranum á hrærivélinni minni að sjá um verkið en
þá tekur það um bil bil fimm til sex mínútur. - Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér í rúmlega klukkustund eða þar til það hefur
tvöfaldast og jafnvel þrefaldað stærð sína. - Hitið ofninn í 180°C.
- Skiptið deiginu í tvennt, stráið hveiti á borðflöt og hnoðið létt.
- Fletjið deigið út með kökukefli.
- Smyrjið deigið með pizzasósu, skerið niður skinku og pepperoni og leggið yfir. Sáldrið rifnum mozzarella osti yfir
og kryddið til með oreganó. - Rúllið deiginu saman og skerið hverja rúllu í 18 – 20 bita.
- Leggið bitana beint á pappírsklædda ofnplötu eða í bollakökuform eins og ég gerði.
- Penslið snúðana með eggjablöndunni og
sáldri rifnum mozzarella osti yfir og kryddið gjarnan með oreganó. - Bakið snúðana við 180°C í 10 – 12 mínútur eða þar til snúðarnir eru gullinbrúnir.
Njótið vel
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.