Ofnbakaður plokkfiskur
Uppskrift miðast við um það bil fjóra manns
- 600 g ýsa, roð- og beinlaus
- 400 g kartöflur
- 1 meðalstór laukur, smátt saxaður
- 2 msk vorlaukur, smátt saxaður
- 4 dl mjólk
- 1 dl fiskisoð
- 3/4 dl hveiti
- 60 g smjör
- 1 1/2 tsk karrí
- 1/2 spergilkálshöfuð
- rifinn ostur, magn eftir smekk
- salt og pipar, svolítið vel af pipar
1. Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í bita. Skerið ýsuflökin í bita og sjóðið, látið suðuna koma upp og slökkvið síðan undir hellunni og látið standa á meðan sósan er útbúin, í um 10 mínútur. (Munið að geyma fiskisoðið)
2. Afhýðið og saxið lauk. Hitið smjör í potti og mýkið laukinn.
2. Afhýðið og saxið lauk. Hitið smjör í potti og mýkið laukinn.
3. Hveitinu er bætt við smjörið og laukinn, hrærið vel í á meðan. 4. Því næst bætið þið mjólkinni og fiskisoðinu saman við. Blandið þessu vel saman, kryddið til með salti, pipar og karrí.
5. Skerið spergilkál í litla bita og sjóðið í saltvatni í 6 – 7 mínútur. 6. Þegar að sósan er orðin hæfilega þykk þá bætið þið spergilkálinu, kartöflum og fisknum saman við. Blandið þessu vel saman, kryddið til með salti og pipar.
Smakkið ykkur til. Ef til vill þá viljið þið meiri pipar eða meiri karrí. Hvur veit!
Smakkið ykkur til. Ef til vill þá viljið þið meiri pipar eða meiri karrí. Hvur veit!
Setjið plokkfiskinn í eldfast mót og dreifið rifnum osti yfir réttinn.
Bakið réttinn í ofni við 200°C í 6 – 8 mínútur, eða þar til rétturinn verður gullinbrúnn.
Rúgbrauð með miklu smjöri og plokkfiskur haldast í hendur að mínu mati, það er ekki til betra meðlæti með plokkfisk heldur en gott rúgbrauð.
Ég var ánægð með réttinn og hvet ykkur til þess að prófa hann.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.