Nú er ég komin í sæluna á Hvolsvelli. Mikil ósköp sem ég elska að koma hingað, færist yfir mig svo mikil ró í hvert skipti sem ég er hér. Í dag er ég bara búin að hafa það huggulegt, lúra, fara í labbitúr og svo elduðum við lambahrygg og amma hans Hadda kom til okkar í mat. Kertaljós, góður matur og góður félagsskapur. Ansi notalegt – enda þurfa batteríin að vera vel hlaðin fyrir helgina. Á morgun förum við yfir til Eyja. Ég er orðin ansi spennt – fer með svo skemmtilegu fólki að þetta stefnir allt í ljómandi fína helgi. Eitt er þó víst, að ég kann ekki að pakka. Er komin með alltof mikið af dóti sem ég ætla að drösla með mér yfir. En allur er varinn góður, betra að hafa of mikið en of lítið. 🙂
Í dag gerði ég kjarakaup að mínu mati. Er búin að vera að spá í lopapeysum en ekki fundið fínt snið sem mig langar í, en ég kíkti í smástund í Mýrina í kringlunni áður en við lögðum í hann til Hvolsvallar í morgun og þá blasti við mér sérdeilis falleg peysa. Farmers Market peysa – dásamlega falleg og hlý. Ég var þó í valkvíðahnút í búðinni enda svo mikið af fallegum peysum og vörum í þessari búð.
En þessi hér fyrir neðan varð fyrir valinu 🙂
..Góða helgi elsku þið, sjáumst í Eyjum!