Ég og Haddi erum í sveitinni. Það er svo huggulegt.. dagurinn í dag byrjaði á góðum morgunverði. Mér finnst svo huggulegt á helgum að eyða miklum tíma í að útbúa eitthvað gott í morgunsárið, ég hef ekki tíma fyrir slíkt dúll á virkum dögum. Mér finnst ansi skemmtilegt að raða matnum fallega á disk, þó svo að maturinn sé bara fyrir mig sjálfa og bara ristað brauð. Það verður skemmtilegra að borða matinn ef hann er borinn fallega fram, það finnst mér.
Í morgun hef ég svo bara verið að dúlla mér að skoða uppskriftir af sænskum kanilsnúðum og amerískum kanilsnúðum, plan dagsins er að baka snúða og hafa það huggulegt hér í sveitinni.
Ég vona að þið eigið ljúfan sunnudag
xxx
Eva Laufey Kjaran