Guðdómlegt epla- og bláberjacrumble
- 7 græn epli
- 2 tsk kanill
- 3 msk sykur
- 1 tsk vanillusykur
- 70 g súkkulaði
- Mylsna:
- 100 g hveiti
- 100 g smjör
- 100 g sykur
- 60 g haframjöl
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka.
- Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast mót.
- Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin.
- Saxið súkkulaði og dreifið yfir eplin.
- Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið hveiti, sykri, smjöri og haframjöli saman í skál og blandið með höndunum.
- Dreifið yfir eplin og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur.
Berið fram með vanilluís og karamellusósu.
Söltuð karamellusósa
- 150 g sykur
- 4 msk smjör
- 1 dl rjómi
- sjávarsalt á hnífsoddi
Aðferð:
- Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.
- Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum.
- Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín.
- Í lokin bætið þið saltinu saman við.
- Setjið í krukku og leyfið að kólna svolítið áður en þið berið hana fram.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir